Edward Snowden, fyrrverandi verktaki hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, hefur verið tilnefndur til mannréttindaverðlauna Evrópusambandsins. Verðlaunin fær hann fyrir að leka upplýsingum um njósnakerfi Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla.

Á meðal þeirra sem áður hafa hlotið þessi mannréttindaverðlaun eru Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, og Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Mjanmar.