Sænska kauphöllin hefur ákveðið að hrinda af stað skoðun á meintum leka hjá Skandia tryggingafélaginu í tengslum við yfirtöku suður-afríska félagsins Old Mutual. Þetta kemur fram í frétt Financial Times og sænskir fréttastrengir hafa einnig gert sér mat úr málinu. Sem kunnugt er hefur Old Mutual gert yfirtökutilboð í Skandia upp á 380 milljarða króna. Tilboð Old Mutual var gert opinbert síðastliðin föstudag.

Vandinn er að stöðugur orðrómur og fréttaskrif hafa verið í gangi allt síðan í maí síðastliðnum og bréf félagsins hafa hækkað nokkuð á þeim tíma. Því hafa verið vangaveltur um það hvort einhverjir fjárfestar hafi verið í sambandi við Old Mutual. "Þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af," sagði Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss þegar hann var spurður um þessa umræðu.

Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu í dag.