Gengi sænsku krónunnar féll fjórða daginn í röð gagnvart evrunni í gær. Veikingin er rakin til ótta fjárfesta um að umrótið á fjármálamörkuðum muni koma niður á tekjum útflutningsfyrirtækja landsins og jafnframt takmarka möguleika peningamálayfirvalda til að ráðast í stýrivaxtahækkanir, ef marka má frétt Dow Jones fréttaveitunnar.