Orðspor tilvonandi tónlistarveitunnar og íslenska frumkvöðlafyrirtækisins gogoyoko ferðast víða þessa dagana. Nýlega heimsótti sænska sjónvarpsstöðin TV8 Ísland og fjallaði m.a. um gogoyoko. Nýlega var send út sérstakt innslag í fréttatengdum þætti á stöðinni þar sem fjallað sérstaklega um gogoyoko í tengslum við niðurhal, dreifingu og sölu á stafrænni tónlist - og málaferlin gegn vefsíðunni Piratebay.

Í tilkynningu frá félaginu segir að umfjöllun TV8 um gogoyoko var fyst send út í þættinum Världen i Fokus, í síðasta mánuði. Í ljósi mikillar umræðu um málaferlin gegn vefsíðunni Piratebay og tengsl þess við ólöglegt niðurhal á tónlist og kvikmyndum, sem nú fara fram í Stokkhólmi, gerði stöðin síðan sérstakt innslag um niðurhal, dreifingu og sölu á stafrænni tónlist, þar sem Pirateby og gogoyoko voru í aðalhlutverki.

Í umfjöllun sinni fjallar TV8 um gogoyoko sem nýja tónlistarsíðu sem leggur áherslu á löglegt niðurhal tónlistar og bein samskipti á milli tónlistarfólks og aðdáenda. gogoyoko er samfélagslegur tónlistarvefur með það að markmiði að gera rétthöfum tónlistar það mögulegt að selja og kynna tónlist sína milliliðalaust á alþjóðamarkaði. Í innslaginu var það sérstaklega tekið fram að gogoyoko kæmi frá Íslandi, sem þrátt fyrir afar slæmt ástand í efnahagsmálum státar af afar öflugri tónlistarsenu.