Sænski fjármálaráðherrann, Anders Borg, segir að ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sé „alvarlegt” og sú staða sem kominn er upp á Íslandi valdi „áhyggjum”.

Þessi ummæli voru höfð eftir ráðherranum á blaðamannafundi í morgun en að sögn Dow Jones-fréttaveitunnar hafa sænsk stjórnvöld hækkað tryggingu á innistæðum í þarlendum bönkum um helming. Þau ætla að tryggja innistæður fyrir allt að 500 þúsund sænskar.

Sama fréttastofa staðfesti þær fréttir áðan sem bárust í gær að íslensk stjórnvöld hafi ekki leitað eftir því við sænska seðlabankanum að fyrirliggjandi gjaldeyrisskiptasamningar verði nýttir.