Sænski seðlabankinn tilkynnti í morgun um hækkun stýrivaxta um 25 punkta í 3% til að draga úr verðbólguþrýtstingi.

Riksbank segir aukinn hraða í hagkerfinu og aukna verðbólgu kalla á frekari stýrivaxtahækkanir.

Greiningardeildir Glitnis og Kaupþings banka búast við því að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti, sem nú eru 14%, um 20-50 punkta fyrir jól. Landsbanki Íslands reiknar með óbreyttum stýrivöxtum.

Vaxtastig í heiminum hefur almennt farið hækkandi og segja sumir sérfræðingar hækkandi vextir muni draga úr flæði á fjármálamörkuðum heims.