Sænski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 2,25% í kjölfar aukins verðbólguþrýstings, segir í frétt Dow Jones Newswires.

Til samanburðar eru stýrivextir á Íslandi 12.25%.

Stefan Ingves, seðlabankastjóri, segir að vænta megi reglulegra stýrivaxtahækkana á næstu tólf mánuðum.

Ingves segir stýrivexti í Svíþjóð enn í sögulegu lágmarki, þrátt fyrir hækkunina í dag, en neitaði að tjá sig nánar um hvað hann átti við með reglulegum hækkunum.

Ingves sagði einungis að seðlabankinn myndi ekki taka neinar stórbrotnar ákvarðanir á næstu tólf mánuðum.