Sænski seðlabankinn hefur veitt Kaupþing lán sem nemur 5 milljörðum sænskra króna eða 702 milljónum Bandaríkjadala.

Þar með er þetta önnur fyrirgreiðslan sem Kaupþing fær frá ríkisvaldi í þessari viku, en sem kunnugt er veitti íslenski seðlabankinn Kaupþing lán gegn veði í danska bankanum FIH á dögunum.

Haft er eftir Stefan Ingves að ástand mála í  íslenska fjármálageiranum hefur gert það að verkum að erfitt hefur verið að endurfjármagna starfsemi Kaupþings í Svíþjóð.

Aðstæður séu með þeim hætti að hætt sé við að lausafjárvandræði steðji að bankanum.

Bæði sænski seðlabankinn og sænska fjármálaeftirlitið voru sammála um að Kaupthing Sweden ætti í lausafjárvandræðum en ekki í greiðsluvandræðum.