Svo virðist sem hörð milliríkjadeila sé í uppsiglingu milli Letta og Svía en lettneska þingið er nú með til skoðunar frumvarp sem gerir lántakendum kleyft að ganga frá eignum sínum án frekari eftirmála. Þannig hyggjast þér létta þrýstingi af fjölmörgum íbúðakaupenum sem eru nú í yfirveðsettum eignum. Eins og kom fram í frétt hér á vefnum fyrr í morgun telja sænsku bankarnir um gróft brot að ræða.

Tomas Backteman, talsmaður Swedbank, segir að hér sé um að ræða hrein og klár brot á evrópskum lögum. Hann sagði að ef þessi áform Letta gengu eftir yrði mun erfiðara fyrir þá að fá lán í framtíðinni.