Sífellt fleiri sænsk stórfyrirtæki hafa þurft að greiða hærra skuldatryggingaálag á síðustu vikum. Álag vegna skuldatryggingar á fimm ára skuldabréfi Ericsson hefur hækkað úr 91 punkti um ára mót í 222 punkta í dag. Vegvísir Landsbankans greinir frá þessu.

Af öðrum fyrirtækjum með hátt skuldatryggingaálag má nefna Telia Sonera, en álagið á því hefur hækkað um 160% frá áramótum. Hækkun ABB nemur 141% og 192% hjá Stora Enso, sem þarf að lifa með álagi upp á 394 punkta.