Rútufyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson, GTS ehf., hagnaðist um 1 milljón króna árið 2019 en til samanburðar tapaði félagið 32 milljónum króna árið áður. Tekjur félagsins námu 467 milljónum króna og jukust um 85 milljónir frá fyrra ári. Rekstrargjöld jukust að sama skapi úr 409 milljónum króna í 469 milljónir.

Eignir námu 243 milljónum króna í árslok 2019 og eigið fé nam 64 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 26%. Laun og launatengd gjöld námu 242 milljónum króna og jókst launakostnaðurinn um 22 milljónir króna frá fyrra ári, en 23 starfsmenn störfuðu að jafnaði hjá félaginu í fyrra.

Tyrfingur Guðmundsson er framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, en fyrirtækið er í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar og Sigríðar Benediktsdóttur, auk barna þeirra.