Einn morguninn í síðasta mánuði stóð Giorgio Bocedi, bústinn ítalskur lögfræðingur með æfða persónutöfra, í bjartri kennslustofu í háskóla í úthverfi Washingtonborgar og jós lofi yfir 800 ára gamalli ostgerðarhefð Ítala og þær 245.170 kýr sem eru ábyrgar fyrir framleiðslu á birgðum heimsins af Parmigiano reggiano.

Þessar kýr – og þeir 3.439 mjólkurbændur í kringum norðurítölsku borgina Parma sem eiga þær – framleiða í sameiningu 3.279 milljónir hjóla af parmesan-osti ár hvert, samkvæmt Bocedi. Þrátt fyrir það eru eftirhermur áberandi. „Parmesan- nafnið hefur verið notað í langan tíma í Bandaríkjunum en við vitum ekki hvers vegna. Yfirleitt er það notað í tengslum við Ítalíu!“ Nokkrum mínútum síðar tók við Patrick Kole, talsmaður Idaho Potato Commission, og ítrekaði mikilvægi jarðvegs Idaho-ríkis og þeirra einstöku kartaflna sem úr honum spretta auk þess sem hann benti á óréttlætið sem fólgið væri í því að þýskt pitsufyrirtæki notar nafn bandaríska ríkisins sem vörumerki þar á landi.

„Við vitum nákvæmlega hvað er að fara ofan á þessar pitsur,“ lýsti Kole yfir. „Kartoffel! Kartöflur!“ Erindi þeirra beggja, sem voru til varnar svæðisbundnum matarafurðum, voru haldin fyrir framan samningamenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem nú eru staddir í erfiðu samningaferli. Nái vinna þeirra árangri getur hún skapað stærsta fríverslunarbandalag heimsins. Erindin voru táknræn fyrir það sem hefur verið sérkenni samningaviðræðnanna ári eftir að þær hófust.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .