Jón Óskar Þórhallsson var á dögunum ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Vestmannaeyjum, en hann hefur störf þann 1. júlí næstkomandi.

Hann er Vestmannaeyingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í Eyjum og lauk þar stúdentsprófi. Hlakkar hann til að snúa aftur heim eftir tæp 15 ár á „meginlandinu“, en hann starfaði sem skrifstofustjóri hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum á árunum 1996-2001 áður en hann hélt til Reykjavíkur

Hann nefnir mannlífið, náttúruna, fjölskyldu og vini sem þá þætti sem helst draga hann heim.

„Ég hlakka mikið til, þetta er mjög spennandi. Það verður gott að koma aftur heim, hér eru bæði vinir og fjölskylda. Náttúrufegurðin í Eyjum heillar líka alltaf og hér er nóg um að vera,“ segir Jón Óskar.

„Höfuðáskorun okkar starfsmanna útibúsins verður að umbreyta rótgrónum sparisjóði í öflugt Landsbankaútibú fyrir Eyjamenn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .