Seðlabanki Kína hefur sett saman nefnd sem mun sinna rannsóknum á fjármálatækni og hugsanlegum áhrifum nýjunga á peningamálastefnu, markaði og fjármálastöðugleika.

Fjallað er um málið á Bloomberg Markets, en seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag.

Í tilkynningunni kemur fram að tækninýjungar hafi skapað ýmsar áskoranir sem verðugt sé að rannsaka vel.

Bankinn mun auk þess snúa sér að ofurtölvum til þess að greina betur þær hættur sem geta verið að skapast í kerfinu.