Samtök skattgreiðenda kynntu herferðina „Skálað við skattinn“ á Ölstofunni í dag en hún hefst formlega á 25 ára afmæli afnámi bjórbannsins á morgun. Herferðinni er ætlað að vekja athygli á hárri álagningu ríkisins á áfengi en að sögn Skafta Harðarsonar, formanns samtakanna, fer í kringum 75% af verði bjórdósar til ríkissjóðs. Hann bendir þó á að herferðinni sé einnig ætlað að vekja athygli almennings á almennri neyslustýringu hins opinbera.

VB Sjónvarp ræddi við Skafta.