Hagnaður Societe Generale (SocGen), stærsta banka Frakklands, dróst saman um 31% fá öðrum ársfjórðungi samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Hagnaðurinn nam 747 milljónum evra. Minni hagnaður skýrist meðal annars af lánum til Grikklands sem voru afskrifuð, en bankinn afskrifaði lán til Grikkja að fjárhæð 395 milljónir evra.

Í frétt BBC um málið kemur fram að Societe Generale heldur um 2,65 milljarða evra í formi grískra ríkisskuldabréfa. Bankinn varaði einnig við að erfitt yrði að ná afkomumarkmiðum næsta árs.

Franskir bankar eru meðal stærstu eigenda grískra ríkisskuldabréfa.