Société Générale ætlar að afla 5,5 milljarða evra, um 540 milljarða króna, með nýju hlutafé, sem selt verður með miklum afslætti frá núverandi hlutabréfaverði, að því er segir í frétt WSJ. Þetta er liður í viðleitni bankans til að styrkja stöðu sína eftir meint risavaxið svikamál innan bankans.

Hluthafar bankans munu eiga rétt á að kaupa bréfin á nær 40% afslætti frá lokaverði bankans á föstudag.