Ástæða þessarar bættu afkomu er sú að eftirspurnin jókst þegar byrjað var að selja SodaStream í Wal-Mart verslunum. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í viðskiptum í morgun eftir að upplýsingarnar voru gerðar opinberar.

Hagnaður fyrirtækisins var 12,8 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi, eða 1,5 milljarðar króna. Hagnaðurinn var 9,4 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.

Tekjur fyrirtækisins hækkuðu um 26% á þessu sama tímabili. Þær fóru úr 103 milljónum dala, eða 12,4 milljörðum króna, í 132,4 milljónir dala.

Það var AP fréttastofan sem greindi frá þessu.