Soffía Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi hjá KOM Almannatengslum.

Soffía hefur víðtæka reynslu af stjórnun og markaðs- og kynningarmálum en hún var nýverið starfandi framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi. Áður var hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi fyrir innlend og alþjóðleg fyrirtæki en einnig starfaði hún í rúman áratug í fjármálageiranum, nú síðast sem sérfræðingur hjá Landsbankanum.

Soffía mun sinna ráðgjöf hjá KOM á sviði almannatengsla, innri samskipta, stefnumótunar, breytingastjórnunar og samfélagsábyrgðar.

Soffía er með M.Sc. í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og B.A. í sálarfræði frá Háskóla Íslands.