Ástralskur framleiðandi íþróttafatnaðar hefur verið sektaður um 3,6 milljónir dollara, um 453 milljónir króna, vegna fullyrðinga um að föt sín veittu vörn gegn COVID-19 og spornaði gegn smitum. Guardian greinir frá.

Framleiðandinn, Lorna Jane, sagði föt sín spreyjuð með efni sem veitti fullkomna vörn gegn COVID-19 og öðrum sjúkdómsvaldandi veirum og bakteríum.

Meðal þess sem var notað í auglýsingaherferðum fyrirtækisins var: „Lækningin gegn dreifingu COVID-19? Það heldur Lorna Jane.“

Alríkisdómstóll Ástralíu sagði fyrirtækið notfæra sér ótta og áhyggjur neytenda til þess að selja vörur sínar. Þá var jafnframt sagt að ekkert væri til í staðhæfingum fyrirtækisins um að efnið veitti vörn gegn COVID-19.