Hvalur hf. og önnur félög sem tengjast Kristjáni Loftssyni seldu í vikunni allan hlut sinn í Origo. Um var að ræða rúmlega 60 milljón hluti að nafnvirði, rúm 13% af útgefnum bréfum í félaginu. Salan fór fram á genginu 48 krónur á hlut, tæpum fjórum krónum undir dagslokagengi félagsins í fyrradag, og nam salan tæplega 2,9 milljörðum króna.

Lýkur þar með tæplega þriggja áratuga sögu Hvals og tengdra félaga sem stærstu hluthafa í félaginu. Origo hét áður Nýherji, en félagið varð til árið 1992 með samruna IBM á Íslandi og Skrifstofuvéla. Stærsti hluthafi hins sameinaða félags var Eignasamlag Draupnissjóðsins og Vogunar sf. með 35% hlut. Þegar Nýherji fór á markað árið 1995 átti Vogun, dótturfélag Hvals, 18,9%. Auk Hvals seldi Eldkór ehf., í eigu Kristjáns og systur hans Birnu, hlut sinn og þá seldu systkinin bréf sem þau áttu persónulega.

Fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .