Um helgina verða tónverk Igor Stravinskys, Vorblótið og Petrúska, sýnd í Hörpu. Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa unnið að þessum sýningum saman en þetta er í fyrsta skipti sem dansflokkurinn dansar við lifandi tónlist í Hörpu.

VB Sjónvarp ræddi við Láru Stefánsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listræna stjórnendur verksins.