*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Erlent 9. nóvember 2020 08:54

Sögulegar hækkanir vegna sigurs Biden

Hlutabréfamarkaður í Japan hefur náð sögulegum hæðum vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningum vestanhafs.

Ritstjórn
Joe Biden.
epa

Hlutabréfamarkaður í Japan hefur náð sögulegum hæðum í viðskiptum dagsins í kjölfar frétta um að Joe Biden hafi borið sigur úr bítum í forsetakosningum vestanhafs. Helsta úrvalsvísitala Japans, Nikkei 225, hækkaði um 2,1% og hefur gengi vísitölunnar ekki verið hærra í tæp 30 ár, eða frá árinu 1991. BBC greinir frá.

Hlutabréfamarkaðir í víðar í Asíu hafa tekið vel í sigur Biden en markaðir í Kína, Ástralía og Hong Kong hafa farið á flug eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir.

Þessi mikla hækkun japanska markaðarins er ekki síst athyglisverð í ljósi þess að gengi hlutabréfa flugfélagsins Japan Airlines lækkaði um 11% í viðskiptum dagsins í kjölfar tíðinda um að flugfélagið stefndi á að sækja sér aukið fjármagn.  

Stikkorð: Japan Asía Joe Biden