*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 6. maí 2017 13:10

Sögulegt rekstrarár að baki

Guðni Bergsson segir síðasta rekstrarár KSÍ hafa verið sögulegt og að fólk muni halda áfram að sjá afrakstur þess þegar fram vindur.

Ásdís Auðunsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Guðni Bergsson tók nýverið við starfi formanns KSÍ, eftir það sem mörgum þótti hörð kosni n g a b a r á t t a við Björn Einarsson. Óhætt er að segja að sambandið standi á eins konar tímamótum um þessar mundir enda mörg stór verkefni fram undan og ber þar hæst möguleg endurbygging Laugardalvallar. Þess utan horfa landsmenn nú fullir bjartsýni til KSÍ og nýs formanns eftir undravert gengi landsliðanna að undanförnu og vonast til þess að hér hafi ekki aðeins verið um tímabundna heppni að ræða heldur velgengni sem muni vara til framtíðar.

Auka 1,7-1,8 milljarðar inn í veltuna

Er einhver hluti af starfinu sem hefur komið þér sérstaklega á óvart?

„Ég held bara að þetta sé kannski enn viðameira og fjölbreyttara en maður hafði gert sér í hugarlund. Starfið fer auðvitað fyrst og fremst fram hér innanlands en síðan er mikið um erlend samskipti og hagsmunagæslu enda fáum við langstærstan hluta okkar tekna erlendis frá, eða um 80% á venjulegu ári. Það þarf því að sinna hlutunum vel á erlendum vettvangi, bæði hvað varðar samskipti við UEFA og FIFA en auk þess vinna Norðurlöndin mikið saman. Við þetta bætast alls konar samningamál gagnvart erlendum aðilum sem og auðvitað innlendum.“

En undanfarið ár getur varla talist eðlilegt, hversu mjög jukust tekjurnar að utan í kjölfar Evrópumóts karla í Frakklandi síðasta ár?

„Á meðalári er hlutfall erlendra tekna um 80% en það hlutfall breyttist auð­ vitað mikið síðasta sumar. Við fengum svona aukalega 1.700-1.800 milljónir inn í veltuna en auðvitað fór nokkuð stór hluti upphæðarinnar í árangurstengdar greiðslur og síðan hluti í greiðslur til aðildarfélaganna sem kom sér auðvitað vel fyrir þau. Síðasta rekstrarár var auðvitað sögulegt í ljósi árangurs landsliðsins og ég held að við eigum bara eftir að sjá frekari afrakstur þess þegar þegar fram vindur. Ég held að þetta hafi verið gríðarlega hvetjandi fyrir alla iðkendur og ekki síst yngri kynslóðina en auk þess hef ég fundið fyrir því á ferðum mínum erlendis að áhuginn á íslenskri knattspyrnu er gríðarlegur í kjölfar þessa árangurs karlalandsliðsins. Menn eru mikið af spyrja okkur: „Hvað eruð þið að gera þarna uppi á Íslandi?“ Þetta gerir mann óneitanlega stoltan og maður reynir bara að svara þessum spurningum eftir bestu getu.“

Viðtalið við Guðna Bergsson má lesa í heild sinni í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Guðni Bergsson