Sigur föðurlandsvinanna á fálkunum í ofurskálinni bandaríska fótboltanum í nótt er sögulegur því aldrei hefur lið lent jafnmikið undir en samt tekist að komast yfir.

Í nótt var lokaviðureign í NFL deildinni íþróttinni sem heitir á ensku American football milli liðanna New England Patriots og Atlanta Falcons.

Viðureignin, baráttan um hina svokölluðu Super Bowl átti sér stað í Houston í Texas en um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð heims.

Föðurlandsást og auglýsingar

Öll helstu fyrirtæki Bandaríkjanna keppast um að auglýsa enda áhorfið mikið. Vegna þess hve hver auglýsingamínúta er dýr er sérlega mikið lagt í auglýsingar sem flestar eru frumsýndar meðan á leikhléum stendur og horfa margir á þær alveg sérstaklega.

Frægir tónlistarmenn syngja í hléi en í þetta sinn var það Lady Gaga, en hún hóf söng með því að taka lagið This land is my land sem lýsir ást á föðurlandinu.

Leikstjórnandi föðurlandsvina Tom Brady vinnur titilinn nú í fimmta sinna og var hann kosinn besti maður leiksins. Átti hann 43 sendingar sem heppnuðust og þar af voru tvær snertimarkssendingar.

Þegar þriðji leikhluti var að klárast var lið Patriots með einungis 3 stig á móti 28 stigum Falcons, en fyrir lok venjulegs leiktíma tókst föðurlandsvinunum að jafna með því að skora 25 stig til viðbótar.

Tryggðu þeir sér síðan sigurinn með því að James White skoraði snertimark í framlengingunni, en með þessu slógu þeir met yfir mestu endurkomuna og endaði leikar með 34 stigum Patriots á móti 28 stigum Falcons.