Mikil aukning var í sölu hjá Iðnmark eftir hrun þar sem fyrirtækið stóð vel að vígi miðað við erlenda samkeppni. Þar áttu gengisbreytingar stóran hlut í máli en svo virðist sem Íslendingar hafi valið innlenda framleiðslu fram yfir erlenda. Þetta segir Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmarks, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1988 ásamt Eyrúnu Sigurjónsdóttur.

Iðnmark keppir við stórfyrirtæki eins og PepsiCo/Fritolays en hann segir það vera styrk að spila á heimavelli. Varan er því ný og fersk, eða 3-4 daga gömul, þegar henni er dreift í verslanir. Hann segir íslenskar verslanir vera með þeim í liði.

„Við hugsum þetta stundum eins og knattspyrnuleik, við setjum upp árið og leggjum upp með sóknarleik. Til að þetta nái fram að ganga erum við með stöðuga vöruþróun sem skapar okkur nýjar sóknarleiðir. Við höfum á að skipa marga góða leikmenn í öllum stöðum og reynum að fækka öllum mistökum þar sem okkar samkeppnisaðilar reyna stöðugt að sækja að okkur.

Við teljum okkur hafa á að skipa mjög góðu starfsfólki og erum með sölustjóra í fremstu víglínu sem hefur góðan jafnvægispunkt, hraða og snerpu eins og Maradona. Einnig erum svo í samstarfi við Nathan&Olsen um sölu á landsbyggðinni og hafa þeir á skipa mjög góðu sölufólki.“

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .