*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 13. ágúst 2015 10:27

Sólarlandaferðir frá Akureyri seljast vel

Framboð á sólarlandaferðum frá Akureyri er mun meira nú en áður.

Ritstjórn
Andrew Hitchcock

Heimsferðir hafa á undanförnum árum boðið upp á eina ferð frá Akureyri til Tenerife, en í ár verða brottfarirnar tvær þar sem sú fyrri seldist upp. Þá er haustferð eldri borgara til Kanarí frá Akureyrarflugvelli einnig uppseld. Túristi greinir frá þessu.

Þar kemur fram að Norðlendingar setji hins vegar ekki aðeins stefnuna á Kanaríeyjar þar sem sala á Tyrklandsreisum Nazar frá Akureyri í október gangi einnig vel. Er þetta í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður upp á beint flug frá Akureyri og alls verða ferðirnar til Antalya fjórar talsins. 

Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, segir í samtali við Túrista að viðtökurnar fyrir norðan hafi verið framar vonum, en bætir því við að salan hafi verið hæg framan af en tekið kipp í júlí.