„Hvernig er hægt að gleyma að kjósa borgarstjóra? Ég er fávit!i“. Þetta segir Sóley Tómasdóttir á Facebook síðu sinni í dag.

Sóley var kjörinn forseti borgarstjórnar Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi í dag. Hún gleymdi hins vegar að láta kjósa um hver ætti að verða borgarstjóri.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins benti Sóleyju á mistökin og brást hún skjótt við og lét kosninguna fara fram. Dagur B. Eggertsson fékk 9 atkvæði, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tvö atkvæði og fjögur atkvæði voru auð.