Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gerir ráð fyrir að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn Reykjavíkur. „Já, ég reikna með því,“ segir Sóley, aðspurð um það hvort hún gefi kost á sér.

Vinstrihreyfingin  - grænt framboð í Reykjavík hélt félagsfund í gærkvöld og segir mbl.is að þar hafi verið samþykkt að halda valfund í febrúar næstkomandi þar sem efstu menn á framboðslista VG vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor verða valdir.

Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi VG og samkvæmt nýlegum mælingum fengi flokkurinn einn mann kjörinn, ef kosið væri nú.