Borist hafa tilboð umfram þá 58 milljón hluti sem heimilt var að bjóða út í útboði Solid Clouds sem hófst í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu .

Hlutafjárútboð Solid Clouds hófst í gær klukkan 10:00 og stendur yfir til klukkan 16:00 á morgun. Félagið áætlaði að selja minnst 40 milljón hluti í félaginu en heimilt var að stækka útboðið í 58 milljón hluti. Útboðsgengi bréfanna er 12,5 krónur og ljóst er að félagið muni sækja 725 milljónir króna í útboðinu.

Nýja hlutaféð mun samsvara um 32% af heildarhlutafé fyrirtækisins, sem gefur Solid Clouds markaðsvirði fyrir um 2,3 milljarða króna.