Bandaríska félagið New England Sports Ventures (NESV) hefur lokið yfirtöku á knattspyrnuklúbbnum Liverpool FC.

Yfirtakan gekk í gegn eftir að fyrrum eigendur, þeir Tom Hicks og George Gillett, féllu frá lögbannskröfu um að stöðva sölu félagsins. Það gerði NESV kleift að kaupa félagið fyrir 300 milljónir punda.

NESV er eigandi bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox.