Söluferli á þriðjungshlut í Sjóklæðagerðinni, sem framleiðir undir merkjum 66° Norður, er á lokastigi. Búið er að útiloka alla hugsanlega kaupendur nema einn.

Þetta kemur fram á Eyjunni .

Samkvæmt heimildum Eyjunnar hafa viðræður við þann aðila sem stendur eftir staðið yfir um tíma og eru á lokastigi. Segir að engar upplýsingar fáist um hvaða aðili það er né heldur hvort um íslenska fjárfesta sé að ræða.

Þá kemur fram að Halldór Gunnar Eyjólfsson, forstjóri 66° Norður, hefur sagt starfi sínu lausu og að enn hafi ekki verið ráðið í stöðuna.

Meirihlutaeigandi Sjóklæðagerðarinnar er EGUS Inc en að baki því fyrirtæki er kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson.