Nike íþróttavöruframleiðandinn hefur hagnast mikið undanfarið. Fyrirtækið tilkynnti nýlega um afkomu fjórða ársfjórðungs.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu.

Nike sem er m.a.heimsins stærsti framleiðandi á íþróttaskóm tilkynnti um aukna sölu í Kína og Evrópu. Sala hefur þannig aukist mun meira en búist var við.

Tekjur jukust um 16% og nema þær nú 5,1 milljarði bandaríkjadala.

Ólympíuleikarnir sem haldnir verða í Kína í ágúst eru stór þáttur í söluaukningu en mikil íþróttavakning hefur verið í þessu ört vaxandi hagkerfi.

Sala á Nike vörum hefur ekki aukist í Bandaríkjunum. En söluauknig nemur 10 af hundraði í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum. Sala í Asíu jókst um 31%.