Aukin sala var hjá bresku verslunarkeðjunni J Sainsbury á fjórða ársfjórðungi en hún jókst um 6,6% á árinu. Forráðamenn verslunarinnar segja að söluaukningin hafi verið framar vonum en þakkaði henni átaksverkefnisins "Making Sainsburys Great Again" en síðan að það hóf göngu sína hefur verið samfelld söluaukning undanfarna níu ársfjórðunga.

Þrálátur orðrómur hefur verið um að einkafjárfestingasjóðir hyggist leggja fram yfirtökutilboð í verslunarkeðjuna og hermdu fréttir í upphafi vikunnar að það kæmi í kjölfar tilkynningar um afkomu á fjórða ársfjórðung.