Malcolm Walker
Malcolm Walker
Söluferlið á matvörukeðjunni Iceland mun hefjast í september. Keðjan rekur 800 verslanir í Bretlandi. Skilanefnd Landsbankans á 67% hlut í Iceland og stofnandi félagsins, Malcolm Walker, á 23%.  Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young hefur verið fengið til að skrifa söluyfirlit.

Væntanlegir bjóðendur eru byrjaðir að undibúa tilboð sín. Walker hefur verið að leita að láni til að kaupa hlut skilanefndarinnar. Fleiri hafa sýnt áhuga á Iceland og má þar nefna matvörukeðjunar Morrisons, Asda, Cooperative og Sainsbury. Walker hefur forskot á þessa aðila þar sem hann hefur rétt á því að jafna og ganga inn í öll tilboð sem berast  í eignarhlut skilanefndar Landsbankans.