Creditinfo Group hagnaðist um 5,2 milljónir evra árið 2020, sem jafngildir 767 milljónum króna miðað við núverandi gengi krónunnar, samanborið við 3,4 milljóna evra hagnað árið 2019. Munaði þar helst um 6 milljóna evra söluhagnað fyrir meirihluta í dótturfélögum í Jamaíku, Gvæjana og Barbados. Eftir söluna á Creditinfo 47% hlut í umræddum félögunum.

EBITDA hagnaður félagsins nam 3,5 milljónum evra, samanborið við 8,7 milljónir evra árið áður. Tekjur samstæðunnar drógust saman um tæp 19% og námu 37,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljarða króna. Stöðugildum hjá félaginu fjölgaði úr 323 í 366 og laun og launatengd gjöld námu 17 milljónum evra.

Eignir félagsins lækkuðu um 11% milli ára og námu 48,2 milljónum evra í árslok 2020. Eigið fé jókst um 5,2 milljónir evra og nam 27 milljónum evra. Skuldir lækkuðu um 11 milljónir evra og voru 21,3 milljónir evra. Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) keypti ráðandi hlut í Creditinfo í ár .