*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 27. febrúar 2006 11:09

Söluhagnaður hjá SS

Ritstjórn

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2005 var 353,4 milljónir króna. Árið áður var 101,5 milljóna króna. hagnaður. Eigið fé Sláturfélagsins er tæpar 1.573 milljónir króna og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 44%. Hagnaðaraukningin skýrist að mestu af sölu eigna.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 4.867 milljónir kr árið 2005, en 4.435 milljónir króna árið áður og hækka því um tæp 10%. Aðrar tekjur voru 28 milljónir en 10 milljónir króna árið áður.

Vörunotkun var 2.500 milljóna króna og hækkaði um 13% úr 2.210 milljónir króna. Launakostnaður hækkaði um 6%, annar rekstrarkostnaður lækkaði um 1% og afskriftir hækkuðu um 2%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 195 milljónir króna, en 99 milljónir króna árið áður.

seldu hlut í Mjólkurfélagi Reykjavíkur

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 49 milljónir kr., en voru 24 milljónir kr. árið áður. Gengishagnaður nam tæpri 1 mkr. samanborið við 45 mkr. gengishagnað árið áður. Seldur var eignarhluti í Ferskum kjötvörum hf. og Mjólkurfélagi Reykjavíkur hf., auk fasteignar að Laxá í Leirárssveit og er hagnaður vegna þessa tæpar 201 mkr. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 13 mkr. en árið áður neikvæð um 17 mkr. Að teknu tilliti til 10 mkr. hlutdeildar minnihluta í afkomu var hagnaður af rekstri tímabilsins 353,4 mkr. en 101,5 mkr. árið áður.

Veltufé frá rekstri var 355 mkr. árið 2005, samanborið við 145 mkr. árið 2004.

Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember voru 3.578 mkr. og eiginfjárhlutfall 44%. Veltufjárhlutfall var 1,9 árið 2005, en 1,8 árið áður.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í apríl s.l. var í maímánuði greiddur 13,91% arður af B-deild stofnsjóðs alls 25 mkr. og reiknaðir 6% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 12 mkr.