Söluhagnaður Kaupþings banka vegna útboðs til fagfjárfesta á 300 milljónum hluta í Exista nemur 3,4 milljörðum en hlutirnir voru seldir á genginu 21,5 krónur á hlut. Söluverð hlutanna nam 6,4 milljörðum króna. Mikill umframeftirspurn var eftir hlutunum í útboðinu sem fór fram í gær og nýtti Kaupþing banki heimild til að tvöfalda fjölda hlutanna en alls skráðu fjárfestar sig fyrir tífalt fleiri hlutum en í boði voru.

Hlutirnir sem seldir voru nema um 2,8% af heildarhlutafé Exista. Við söluna lækkar eignarhluti Kaupþings banka í Exista úr 14,8% í 12,0%.