1.602 milljóna króna hagnaður varð hjá Teymi eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2007. EBITDA hagnaður var 785 milljónir króna að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.  Söluhagnaður af eignarhlut í Securitas nam 439 milljónum króna eftir skatt.

Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 1.313 milljónum króna fyrir skatta. Gengishagnaður vegna erlendra langtímaskulda nam 1.282 milljónum króna.

Veltufjárhlutfall var 1,51 þann 31. mars 2007 og eiginfjárhlutfall 27%.

Teymi hf. skilaði 1.602 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins 2007. Sala á tímabilinu nam 4.812 milljónum króna, EBITDA hagnaður 785 milljónum króna, EBIT hagnaður 382 milljónum króna, gengishagnaður af erlendum langtímaskuldum nam 1.282 milljónir króna í  áframhaldandi starfsemi, hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga nam 201 milljónum króna.

Eignarhlutur í Securitas hf. var seldur á tímabilinu og miðaðist yfirtakan við 1. mars 2007. Innleystur söluhagnaður nam 535 milljónum króna en 439 milljónum króna eftir reiknaðan tekjuskatt. Fjárhæðir úr rekstri Securitas hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 2007 koma fram sem aflögð starfsemi neðst í rekstrarreikningi ásamt söluhagnaði að frádregnum tekjuskattsáhrifum.

Tímabilið janúar til mars 2007 er annað tímabilið sem Teymi hf. birtir afkomu sína undir nafni félagsins. Af þessum sökum eru ekki birtar samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og sjóðstreymi tímabilsins. Fjárhæðir
í tilkynningu þessari miðast við áframhaldandi starfsemi nema annað sé tekið fram.

Í tilkynningu þessari og kynningu á afkomu félagsins eru birtar pro-forma upplýsingar úr rekstrarreikningum frá fyrri ársfjórðungum þ.e. 1., 2., 3. og 4. ársfjórðungi 2006 til samanburðar þar sem það á við.

Helstu niðurstöður:

? Sala nam 4.812 m.kr. og jókst um 12,1% frá sama tímabili árið áður
(pro-forma).

? Gengishagnaður af langtímalánum nam 1.288 m.kr. í áframhaldandi starfsemi en
samtals 1.371 m.kr.

? Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 785 m.kr.

? Hagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) nam 382 m.kr.

? Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld námu 730 m.kr.

? Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélagsins Hands Holding nam 201 m.kr.

? Hagnaður fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 1.313 m.kr.

? Reiknaður tekjuskattur nam 204 m.kr.

? Aflögð starfsemi skilaði 493 m.kr. hagnaði.

? Hagnaður tímabilsins nam 1.602 m.kr.

? Handbært fé frá rekstri nam 201 m.kr.

? Veltufjárhlutfall var 1,51 þann 31. mars 2007

?Eiginfjárhlutfall var 27% þann 31. mars 2007


?Fyrsti ársfjórðungur 2007 var mjög viðburðarríkur hjá Teymi. Við seldum frá okkur eignarhlut í Securitas hf. og kröfuna sem við áttum á hendur Hands Holding hf. Vaxtasparnaður af þessum aðgerðum nemur rúmum 600 m.kr. á ári sem skiptir okkur mjög miklu máli sem og lækkun vaxtaberandi skulda. Í marsmánuði fór svo fram hlutafjárútboð að söluvirði 4 milljarðar króna og vorum við mjög ánægð með þær viðtökur sem útboðið fékk en talsverð umframeftirspurn skapaðist í því.

Reksturinn gekk vel á ársfjórðungnum og er velta samstæðunnar í takti við áætlanir okkar og EBITDA afkoma yfir áætlunum. Þá hefur gengisþróun krónunnar hjálpað okkur á ársfjórðungnum. Í kjölfar eignasölu og hlutafjárútboðs erum við nú með mun sterkari efnahagsreikning en áður sem gerir okkur betur kleift að bæta afkomuna og að leita eftir vaxtartækifærum sem falla að rekstri okkar," segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri.

Árshlutareikningur Teymis hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2007.