Allar líkur eru á því að sölumet á bílum frá árinu 2005 muni falla á þessu ári. Einnig mun meðalaldur bílaflotans lækka í fyrsta skiptið frá árinu 2007. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag.

Haft er eftir Jón Trausta Ólafsson, forstjóra Öskju og formann Bílgreinasambandsins, að í lok ársins 2015 var meðalaldur bíla 12,7 ár og hafði staðið í stað árinu 2014. En fyrir það fór meðalaldur bíla hækkandi. Árið 2007 var hann hins vegar 12,7 ár. Ef að Jón Trausti reynist sannspár mun sölumet frá árinu 2005 falla. En þá seldust alls 18.059 fólksbílar á landinu og aldrei hafa verið fleiri bílar seldir á Íslandi, hvorki fyrr né síðar.

Það sem af er ári hafa 16.853 fólksbílar selst á árinu. Jón Trausti segir einnig að það sé ánægjulegt að salan hafi aukist eins og raun ber vitni en bendir á að aðstæðurnar í dag séu aðrar. Þar á meðal kaupa bílaleigurnar stóran hluta nýrra bíla.