Hvorki fleiri né færri en 1.362.908 bílar undir merkjum Mercedes-Benz voru seldir á síðasta ári. Þetta er 77 þúsund bílum meira en seldist árið 2007 þegar síðasta met var slegið, samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz.

Af einstökum löndum má nefna að í Bandaríkjunum var slegið sölumet. Þar seldust 264.460 bílar í fyrra. Daimler setti einnig sölumet í Kína, Rússlandi og Indlandi.

Sala í Vestur Evrópu dróst saman um 1% milli ára.