Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum, segir í tilkynningu.

Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn.

Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr, segir í tilkynningunni.

Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni og hefur fjöldi starfsmanna tónlistarbransans einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum.

Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni.