Þrátt fyrir að flestum úthátíðum síðustu helgar hafi verið aflýst, virðast Íslendingar hafa gert vel við sig í drykkjum um verslunarmannahelgina. Í síðustu viku, vikunni fyrir verslunarmannahelgi, seldi Áfengis- og tóbaksverslun (ÁTVR) ríkisins 814 þúsund lítra af áfengi, og jókst salan um 3,6% frá fyrra ári er 786 þúsund lítrar seldust. Morgunblaðið greinir frá.

Er þetta mesta magn sem Vínbúðirnar hafa aldrei selt meira magn áfengis á einni viku frá upphafi.

Salan í júlímánuði sló einnig met, en heildarsalan í Vínbúðum nam 3.023 í umræddum mánuði og jókst salan um 1,5% frá sama mánuði á síðasta ári.