Grillskálinn á Þórshöfn, söluskáli N1 í bænum, brann rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var ekki er hægt að bjarga húsinu sem eyðilagðist í brunanum en engin slys urðu á fólki.

Fjárhagslegt tjón fyrir N1 er óverulegt þar sem félagið er með tryggingar sem bæta tjón sem þetta. Félagið stefnir að því að hefja sölu á eldsneyti á Þórshöfn fyrir vikulok.