Skipti
Skipti
Skipti hf. hafa undirritað samning um sölu á Tæknivörum ehf. til Eignarhaldsfélagsins Tækni ehf. Kaupverðið trúnaðarmál á milli aðila. Sölutap Skipta hf. vegna sölunnar er áætlað um 400 milljónir króna af því er fram kemur í tilkynningu Skipta til Kauphallarinnar.

Tæknivörur voru stofnaðar á árinu 1992 og annast félagið innflutning á ýmsum notendabúnaði tengdum fjarskiptum.Tæknivörur er umboðsaðili fyrir nokkra af stærstu framleiðendum á sviði fjarskipta s.s. Sony Ericsson, LG, Samsung og Thomson netbúnaði. Markmið Tæknivara er að vera leiðandi á sviði fjarskipta og notendabúnaðar fyrir fyrirtæki og einstaklinga.