Breska verslunarkeðjan Marks & Spencer greindi frá því í dag að sölutekjur félagsins hafa hækkað um 6,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins, þrátt fyrir almennan samdrátt í smásölu í Bretlandi.

Samtök smásöluverslana í Bretlandi (BRC) greindu frá því 1,4% samdrætti í smásölugeiranum í síðasta mánuði.

Afkoman er í takt við efri mörk spádóma fjármálasérfræðinga í the City, sem er fjármálahverfi London.

Breska blaðið The Guardian segir söluaukninguna, sem miðast við sama fjölda verslana og á sama tíma í fyrra, staðfesta stefnu forstjórans Stuart Rose, sem tók til starfa hjá fyrirtækinu árið 2004 þegar það átti undir högg að sækja.

Marks & Spencer áætlar að hagnaður fyrir skatta á reikningsárinu 2005-2006, sem lauk í mars, verð á bilinu 745-755 milljónir punda.