Føroya Banki hefur gefið út útboðslýsingu vegna útboðs á hlutabréfum í fyrirtækinu og skráningu þess á markað hjá Kauphöll Íslands (ICEX) og Copenhagen Stock Exchange (CSE) í Danmörku. Føroya Banki er nú í eigu Financing Fund of 1992, en sá sjóður er í eigu stjórnvalda. Færeyska landsstjórnin hefur ákveðið að einkavæða bankann og verða 66% hlutabréfa í bankanum seld ? eða sem nemur 6.600.000 hlutum á 20 danskar krónur hver að nafnvirði ? í opnu útboði.

Verð í útboðinu verður á bilinu 162 og 189 danskar krónur og er ákveðið með áskriftarverðlagningu (e.book-building process).

Tímabil útboðs stendur yfir frá og með 11.júní og er áætlað að því ljúki 19.júní. Útboðinu lýkur í fyrsta lagi 13.júní. Viðskipti með hlutabréfin hefjast á ICEX og CSE undir auðkenninu FO-BANK í kringum 21.júní 2007.