Hlutabréfaverð gosdrykkja framleiðandans Coca Cola's lækkaði í síðustu viku um tæplega 1,2% eftir að fyrirtækið gaf út að langtíma söluvöxtur félagsins yrði ekki eins mikill og fyrr hafði verið gert ráð fyrir. Í stað þess að spá vexti um 5% - 6% lækkaði félagið spánna og spáir nú 3% - 4% vexti. Er þetta fyrst og fremst rakið til minnkandi sölu á lykilmörkuðum eins og Norður Ameríku, Þýskalandi og á Filippseyjum.

Mun þetta leiða til þess að markaðskostnaður á þessum svæðum mun aukast á komandi tímabilum. Hlutabréfaverð Coca Cola endaði í 40,79 dollar á hlut á föstudag.