Ný stjórn undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur tók við stjórnartaumum Eflingar á aðalfundi félagsins á Hótel Sögu miðvikudaginn 20. maí. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Sama dag kom út ársskýrsla Eflingar á íslensku og ensku þar sem farið er yfir starfsemi liðins árs og tæpt á lykiláherslum. Skýrslurnar má nálgast á vef Eflingar.

Varaformaður nýrrar stjórnar er Agnieszka Ewa Ziólkowska. Aðrir fulltrúar í stjórn Eflingar eru Eva Ágústsdóttir, Kolbrún Valvesdóttir, Guðmundur Baldursson, Daníel Örn Arnarsson, Michael Bragi Whalley, Innocentia Fiati, Felix Kofi Adjahoe, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Stefán E. Sigurðsson, Úlfar Snæbjörn Magnússon, Zsófía Sidlovits og Þorsteinn M. Kristjánsson. Engin mótframboð bárust við lista Sólveigar Önnu og því var stjórnin sjálfkjörin.