„Íbúðaleiguvefurinn Airbnb er raunverulega lanstærsti orsakavaldurinn að hækkandi leiguverði miðsvæðis í Reykjavík. Nánast allir sem vettlingi geta valdið eru að leigja út til ferðamanna,“segir Sölvi Blöndal, sjóðsstjóri hjá GAMMA í viðtali við Mörtu Goðadóttur í Mannlífi.

Sölvi segir að félagið hafi á undanförnum árum keypt um þrjú hundruð íbúðir en um fimm hundruð kaupsamningum sé þinglýst í hverjum mánuði. „Það er mikilvægt að átta sig á því að jafnvel þó Gamma reki stærsta einkarekna leigufélag landsins og umsvifin séu sannarlega mikil, þá er félagið ekki markaðsráðandi aðili af neinu tagi, hvorki í fasteignaviðskiptum né leigumarkaði. En auðvitað er það okkar hlutverk að skila fjárfestum okkar ávöxtun.“